Orlofsvefur

Velkomin á vefsíðu Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu

Stofnun ársins 2019

Valið á Stofnun ársins 2019 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica fyrr í dag en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Valið er byggt á svörum rúmlega 10 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins. Stofnanir ársins 2019 eru Frístundamiðstöðin Tjörnin, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Persónuvernd, Skrifstofa velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Ríkisendurskoðun. Hástökkvarar ársins eru Skrifstofa Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra.

Sameyki óskar sigurvegurunum innilega til hamingju með frábæran árangur!

SMELLTU HÉR til að vita meira!

 

Sameyki stéttarfélag varð til við sameiningu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og SFR stéttarfélags í almannaþjónustu. Við erum á fullu að vinna nýja vefsíðu fyrir félagið enda bara örstutt síðan sameiningin varð formleg. 

Á meðan verða gömlu síðurnar að duga, smelltu á „gamla“ merkið þitt:

 

Kennitala Sameykis stéttarfélags er 620269-3449
Lög Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu.pdf