Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. ágúst 2019

Þokast þó örhægt sé

Samninganefnd BSRB fundaði með samninganefnd ríkisins í dag og er það mat manna að þar hafi umræður þokast örlítið í rétta átt. Tvö stór mál voru helst til umræðu; vinnutíminn og breytingar á ávinnslu orlofsdaga en eins og fram hefur komið hafa ný lög tekið gildi og samkvæmt þeim má ekki mismuna fólki eftir aldri en fjöldi orlofsdaga hafa hingað til verið tengdir lífaldri. Þessu þarf nú að breyta og okkur er auðvitað mikið í mun að breytingarnar verði sem mest okkar fólki í hag og enginn hljóti skerðingar vegna þessa. Umræðurnar á fundinum voru nokkuð góðar og voru allir aðilar sammála um að reyna það sem hægt væri til að ná samkomulagi sem fyrst, enda hafa samningar verið lausir síðan í lok mars á þessu ári.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)