Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

17. september 2019

Námskeið á Ísafirði

Félagsfólki Sameykis á Vestfjörðum standa eftirfarandi námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða til boða, þeim að kostnaðarlausu.
Það er nóg að skrá sig hjá Fræðslumiðstöðinni og segja frá félagsaðildinni.

Listin að lifa - lífsgæði og sjálfsrækt
Á námskeiðinu fá þátttakendur fræðslu og verkfæri sem byggja á sálfræðilega gagnreyndum aðferðum til að bæta eigið líf, lífsgæði og líðan með sjálfsrækt, auka eigin hamingju, gleði og huggulegheit.

Námskeiðið er byggt á hagnýtri klínískri sálfræðilegri menntun, þekkingu og reynslu, hugrænni atferlismeðferð, jákvæðri sálfræði, hamingju-, og hygge fræðum.
Kennari: Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar.
Tími: Kennt fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 18:00-21:30.
Lengd: 4 kennslustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.

Endurminningarskrif – fyrir alla aldurshópa!
Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri, jafnt þeim sem skrifa eigin minningar og þeim sem skrifa um samferðafólk sitt. Sumir nýta sér námskeiðin fyrst og fremst til að rifja upp minningar á meðan aðrir koma einkum til að skrifa - og enn aðrir af því að þeim finnst gaman að skapa í skemmtilegum hópi. Námskeiðið byggir á þremur ritsmiðjum 8., 9. Og 10. nóvember.

Kennari: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari hjá Stílvopninu.
Tími: Kennt föstudaginn 8. nóv. kl. 18:00-22:00, laugardaginn 9. nóv. kl. 10:00-14:00 og sunnudaginn 10. nóv. kl. 10:00-14:00.
Lengd: 12 klukkustundir (3 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.

Nánari upplýsingar og skráning á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)