Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. október 2014

Viltu öðlast grænni lífsstíl? Námskeið 23. okt. kl. 17-19:30

Go green Ásthildur B JónsdóttirLífsstíll og neyslumynstur almennings ráða miklu um stöðu og þróun umhverfismála í heiminum. Enda þótt athafnir hvers og eins virðist léttvægar hafa þær sameiginlega mikil áhrif. Markmið námskeiðsins er að fjalla um málefni sem stuðla að því að þroska hvern einstakling sem virkan borgara sem er meðvitaður um eigin gildi, viðhorf og tilfinningar gagnvart sjálfbærum lífstíl. Að vekja alla til umhugsunar um að þeir geti lagt sitt af mörkum til að samfélag okkar verði sjálfbærara.

Á námskeiðinu verður fjallað um leiðir sem geta stuðlað að sjálfbærum lífsstíl. Þátttakendur fá þjálfun í að setja sér vörður og taka upphafs skref í átt að sjálfbærni. Verkefni sjálbærninnar verða  brotin niður og sett upp í verkefnisáætlun sem þátttakendur taka með sér heim.  Á námskeiðinu uppgötva þátttakendur að það er mun einfaldara og skemmtilegra að tileinka sér sjálfbærar venjur en þeir halda.

Námskeiðið er haldið 23. okt. kl. 17-19:30 á Grettisgötu 89 og er nauðsynlegt að skrá sig hér.

Kennari námskeiðsins Ásthildur B. Jónsdóttir er einn af höfundum bókarinnar Verum græn: Ferðalag í átt að sjálfbærni. Hún starfar sem lektor við listkennsludeild Listaháskóla Íslands.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)