Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Fréttir

12
sep.

Ólíðandi hægagangur

Trúnaðarmannaráði Sameykis er fullkomlega misboðið að samningsaðilar skuli bjóða upp á ólíðandi hægaganga í yfirstandandi viðræðum og sendi frá sér......

11
sep.

Bjarg fagnar tímamótum

Íbúðafélagið Bjarg fagnaði tímamótum í starfsemi félagsins á árinu þegar fyrsti leigjandi félagsins fékk afhenta lyklana að íbúð við Móaveg í......

6
sep.

Mínar síður og Góða helgi

Velkomin/n á nýju vefsíðuna okkar. Eins og þú hefur kannski tekið eftir þá er virknin á Mínum síðum ekki farin að virka þar sem prófandi standa yfir......

28
ágú.

Þokast þó örhægt sé

Samninganefnd BSRB fundaðu með samninganefnd ríkisins í dag og er það mat manna að þar hafi umræður þokast örlítið í rétta átt. Tvö stór mál voru......

Fleiri fréttir
Til hamingju við!

Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu er nýtt og öflugt stéttarfélag sem varð til við sameiningu SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar 26. jan. 2019. Félagið þjónar rúmlega 12 þúsund félagsmönnum og er þriðja stærsta stéttarfélag landsins. Sameiningin var ákvörðuð í atkvæðagreiðslu og að undirbúningnum komu trúnaðarmenn og stjórnarfólk ásamt fjölmörgum félagsmönnum. Sameyki leggur áherslu á virka þátttöku félagsmanna til að byggja sterkt og lýðræðislegt félag. Því er hvergi nærri lokið enda í mörg horn að líta.
Nýja heimasíðan er þó stórt skref í rétta átt.

 

Kæri félagi

Ég óska okkur til hamingju með þessa fallegu vefsíðu, hún er ótvírætt merki þess að sameining félaganna gengur vel og örugglega. Þessi skrif eru nýmæli, hér verða félagspólitískar áherslur lagðar.

Nú eru kjarasamningsviðræður mál málanna. Samningar hafa flestir verið lausir síðan í apríl og sumir lengur. Það gætir mikillar óþreyju í okkar hópi og við fáum skýr skilaboð frá félagsmönnum um nú sé mál að spýta í lófana. Ég tek heils hugar undir það. Efni viðræðnanna er yfirgripsmikið. Stytting vinnuvikunnar hefur tekið hvað mestan tíma, enda málið okkur ofarlega í huga. Í tilraunaverkefnum viðsemjenda og BSRB kemur fram að allir eru ánægðir með styttinguna, starfsmenn og stjórnendur. Verkefnið er flókið, sérstaklega með tilliti til vaktavinnufólks og samninga almenna markaðarins, en markmiðið er einfalt. Vinnuvikan verður stytt!

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)