Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. ágúst 2016

Kertafleyting í nafni friðar

Kertum verður fleytt á Reykjavíkurtjörn og á Minjasafnstjörninni á Akureyri þriðjudagskvöldið 9. ágúst til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna á Hírósíma og Nagasakí. Þetta verður 32. kertafleytingin hér á landi, en í ári er 71 ár liðið frá því kjarnorkusprengjum var varpað á japönsku borgirnar tvær.

Með kertafleytingunum er lögð áherslu á kröfuna á heim án kjarnorkuvopna. Friðarsinnar telja mikilvægt að komandi kynslóðir dragi lærdóma af kjarnorkuárásunum og tryggt verði að slíkum vopnum verði aldrei framar beitt.

Kertafleytingin á Reykjavíkurtjörn hefst klukkan 22:30 þriðjudaginn 9. ágúst og verður safnast saman við suðvestur bakka Tjarnarinar, við Skothúsveg. Flotkerti verða seld við Tjörnina á 500 krónur. Á Akureyri hefst fleytingin klukkan 22 og fer fram á Minjasafnstjörninni.

SFR og BSRB hvetja alla til að mæta og taka þátt í að krefjast heims án kjarnorkuvopna.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)