Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. október 2016

Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar - verður þín stofnun með?

Auglýst er eftir umsóknum frá vinnustöðum hjá ríkinu um þátttöku í tilraunaverkefni ríkisins og BSRB um styttingu vinnutíma og eru vinnustaðir um allt land hvattir til þátttöku. Umsóknarfrestur rennur út 7. nóvember næstkomandi.


Valdir verða fjórir vinnustaðir þar sem vinnustundum verður fækkað úr 40 á viku í 36 stundir án þess að til launaskerðingar komi. Stefnt er að því að tveir þeirra séu vaktavinnustaðir. Tilraun um styttingu vinnutíma mun standa yfir í eitt ár, frá 1. febrúar 2017 til 1. febrúar 2018, á þeim vinnustöðum sem taka þátt.

Í starfshópi um tilraunaverkefnið sitja Kolfinna Jóhannesdóttir formaður,  skipuð af félags- og húsnæðismálaráðherra, Helgi Valberg Jensson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og  Sonja Ýr Þorbergsdóttir frá BSRB.


Hlutverk hópsins er m.a. að velja vinnustaði til þátttöku í tilraunaverkefninu og meta árangur þess. Starfshópurinn mun skila lokaskýrslu um verkefnið eigi síðar en í lok september 2018. Starfsmaður verkefnisins er Ása Guðbjörg Ásgeirsdóttir sérfræðingur hjá velferðarráðuneytinu. 

Nánari upplýsingar má finna á vef Velferðarráðuneytisins

Við mat á umsóknum verða meðal annars eftirfarandi viðmið höfð til hliðsjónar:
að stöðugildi á vinnustaðnum séu 20 eða fleiri
a.m.k. 30% starfsmanna á vinnustaðnum séu í aðildarfélögum BSRB
fjöldi svipaðra starfa á vinnustaðnum
vinnufyrirkomulag - vaktavinna eða dagvinna
að meirihluti starfsmanna sé í 70–100% starfshlutfalli

Ástæða þess að horft er til þess hvort það starfi 20 eða fleiri er einfaldlega svo að mælingar takist vel og viðmið um að a.m.k. 30% starfsmanna á vinnustaðnum séu í aðildarfélögum BSRB er að rekja til þess að tilurð tilraunaverkefnisins er í tengslum við gerð kjarasamninga aðildarfélaga BSRB við ríkið sbr. viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem afhent var Elínu Björgu á síðasta þingi BSRB. 

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)