Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

2. október 2018

BSRB þing - málefnahópar og formannskjör

Síðar í mánuðinum (17.-19. okt.) verður 45. þing BSRB haldið með pompi og prakt og mun SFR stéttarfélag eiga þar 48 fulltrúa. Þau sem valist hafa sem fulltrúar félagsins á þingið hittust nú í liðinni viku á undirbúningsfundi og fóru yfir helstu málefnin. Þingið verður að mestu pappírslaust og kynnti Brjánn Jónsson upplýsingafulltrúi BSRB því sérstakan upplýsingavef þingsins sem BSRB hefur látið útbúa.

Þá verða á þinginu starfandi nokkrir málefnahópar sem fulltrúar SFR munu taka þátt í og voru þeir kynntir fyrir fundarmönnum. Hóparnir munu meðal annars fjalla um málefni á borð við vinnumarkað framtíðarinnar, starfsumhverfi starfsmanna í almannaþjónustu, velferðarmál og fjölskylduvænt samfélag.

Formaður BSRB Elín Björg Jónsdóttir tilkynnti í sumar að hún myndi ekki gefa kost á sér áfram í formannsembættið. Einn frambjóðandi hefur nú þegar boðið sig fram en það er Sonja Ýr Þorbergsdóttir sem starfað hefur sem lögfræðingur hjá BSRB undanfarin 10 ár. Hér má sjá nánari upplýsingar um Sonju Ýr.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB og frambjóðandi til formanns BSRB

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)