Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

25. apríl 2024

Gleðilegt sumar

Stjórn og starfsfólk Sameykis óska félagsfólki um land allt og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.

Guðrún Árnadóttir frá Oddsstöðum (1900-1968) í Lundarreykjadal orti ljóð um sumardaginn fyrsta. Nánar tiltekið sumardaginn fyrsta árið 1944 og birtist í hennar einu ljóðbók sem kom út 1949. Guðrún hafði áhuga á þjóðmálum og var róttæk í skoðunum. Hún hafði yndi af alþýðukveðskap og sat í stjórn Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Við birtum hér fyrstu hendingu í ljóði hennar um sumardaginn fyrsta árið 1944.


Sumardagurinn fyrsti 1944

Andi hlýr um foldu fer,
fagnað sumri getur,
Fannst þér ekki eins og mér,
orðinn langur þessi vetur?

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)