Trúnaðarmannafræðsla Streita og aðferðir við að ná tökum á henni
Kl: 11:00-12:00
Staðsetning: Staðnám / fjarnám
Fræðsluerindi sem ætlað er að efla trúnaðarmenn í að horfa til margvíslegra þátta í vinnuumhverfi, verkskipulagi, stjórnun og eigin hegðun sem eru líklegir til að vera streituvaldar í lífi og starfi. Þátttakendur fá góð ráð og fá fræðslu um viðurkenndar leiðir (HAM) til að ná tökum á streitu og til að vinda ofan af sér í dagsins önn.
Hæfniviðmið
- Að átta sig á hvað streita er, þekkja streituviðbragðið og helstu streituvalda.
- Að átta sig á neikvæðum afleiðingum streitu í leik og starfi og hvenær streita er gagnleg.
- Að þekkja helstu einkenni streitu og leiðir til að bera kennsl á hana hjá okkur sjálfum og þeim sem í kringum okkur eru.
- Að þekkja til hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) sem er áhrifarík leið til að vinna gegn streituviðbrögðum og til að greina streituvalda.
- Að þekkja gagnlegar leiðir til að vinda ofan af sér og hvernig draga megi úr neikvæðum afleiðingum streitu.