Fjölskyldudagur í Heiðmörk
Sameyki stendur fyrir fjölskyldu- og gróðursetningardegi í Landmannareit Sameykis í Heiðmörk sunnudaginn 18. maí milli kl. 12 og 15, þar sem......
Orlofsblað Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu fyrir árið 2025 inniheldur allar upplýsingar um orlofseignir félagsins sem standa félagsfólki til boða í sumar. Sameyki leggur mikla áherslu á að bjóða félagsfólki upp á falleg orlofshús með góðri aðstöðu í fallegu umhverfi. Óska þarf sérstakelga eftir að fá senda til sín prentútgáfu af blaðinu. Sjá hér.
Óskum við þess að félagar í Sameyki hafi ánægju af því að skoða þá orlofskosti sem í boði eru og njóti þess að dvelja í orlofshúsum félagsins.
„Sameyki er þriðja stærsta stéttarfélag landsins – staðreynd sem hvorki almenningur né stjórnvöld virðast gera sér fulla grein fyrir. En hvað með okkur sjálf? Veit félagsfólkið okkar fyrir hvað Sameyki stendur og hvers vegna stærð félagsins skiptir máli? Erum við sem félag meðvituð um þann styrk sem þessi staða gefur okkur og ekki síður, ábyrgðina sem henni fylgir?
Á tímum sem þessum, þegar öfl í samfélaginu vinna markvisst að því að grafa undan verkalýðshreyfingunni og hlutverki hennar, er það skylda okkar – sem stórs og öflugs félags – að berjast gegn niðurrifstali til opinberra starfsmanna og standa vörð um réttindi félagsfólks.“