Orlofshús Sameykis á Húsavík
Hraunholt 24 er nýr orlofskostur fyrir félagsfólk. Um er að ræða parhús í Hraunholti á Húsavík sem Orlofssjóður Sameykis festi kaup á og sagt var frá......
Orlofsblað Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu fyrir árið 2025 inniheldur allar upplýsingar um orlofseignir félagsins sem standa félagsfólki til boða í sumar. Sameyki leggur mikla áherslu á að bjóða félagsfólki upp á falleg orlofshús með góðri aðstöðu í fallegu umhverfi. Óska þarf sérstakelga eftir að fá senda til sín prentútgáfu af blaðinu. Sjá hér.
Óskum við þess að félagar í Sameyki hafi ánægju af því að skoða þá orlofskosti sem í boði eru og njóti þess að dvelja í orlofshúsum félagsins.
„Árið 2025 hefur verið útnefnt Kvennaár, með það að markmiði að vekja athygli á jafnrétti og styrkja stöðu kvenna í samfélaginu. Eitt af brýnustu verkefnum sem tengjast þessu átaki er baráttan gegn ofbeldi á vinnustöðum, þar sem konur eru oft í meiri hættu á að verða fyrir kynferðislegri áreitni og andlegu ofbeldi. Þó að mikil vinna hafi verið lögð í að skapa öruggt starfsumhverfi á undanförnum árum, er enn langt í land áður en allir vinnustaðir verða lausir við ofbeldi og áreitni gegn konum.
Ofbeldi á vinnustöðum getur tekið á sig ýmsar myndir – frá líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi yfir í andlegt ofbeldi, einelti og misnotkun valds.“