Umhverfis- og loftslagsnefnd Sameykis boðar til málþings um áhrif hagkerfis á lofslagið 8. maí í Gullhömrum mánudaginn 8. maí kl. 15:30-17:30 í Gullhömrum í Grafarholti, Þjóðhildarstíg 2-6, 113 Reykjavík.
Á málþinginu er fjallað um hvernig hagkerfið hefur áhrif á loftslagið. Einnig verður reynt að svara því hvernig hægt er að bregðast við þessari stöðu og hvert sé stóra samhengið. Skiptir breyttur hugsunarháttur og breytt hegðun einhverju máli? Er endalaus hagvöxtur raunhæfur?
Áhugavert málþing þar sem fræðafólk og áhugafólk flytur fróðleg erindi um loftslagsmál og hagkerfið og ræðir þau við gesti málþingsins.
Skráning fer fram hér: