Sameyki býður upp á námskeið og fyrirlestra fyrir félagsfólk því að kostnaðarlausu, en vakin er athygli á að nauðsynlegt er að skrá sig – fyrstur kemur fyrstur fær. Við minnum á mikilvægi þess að tilkynna forföll því alla jafna eru biðlistar á námskeiðin og svekkjandi ef ekki er hægt að nýta sætin.
Námskeið og fyrirlestrar á höfuðborgarsvæðinu
Sameyki er í samstarfi við Framvegis miðstöð um símenntun varðandi framkvæmd fræðslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þetta haustið eru flestir viðburðir í húsi, ýmist hjá Framvegis Borgartúni 20, eða víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. En fræðsla um fjármál, fjölmenningu og umhverfisáhrif matar auk prjónanámskeiðs verða á netinu og fá þátttakendur senda krækju á viðburði þegar nær dregur. Þau sem ekki eru vön fjarnámi eru hvött til að hafa samband við Framvegis og fá leiðbeiningar áður en viðburður sem þau skrá sig á hefst.
Skráning á viðburði vorannar 2025 hefst 27. janúar kl. 10.
Skráning og nánari upplýsingar hér á www.framvegis.is undir Nám.
Að gefnu tilefni!
Þegar þú skráir þig á námskeið vertu þá viss um að enda á að smella á „Skrá umsókn“, annars skráist umsóknin ekki. Nánari upplýsingar veittar hjá Framvegis á helga@framvegis.is eða í síma 581-1900, en Framvegis sér um skipulagningu námskeiðanna.
Dagskrá vorannar er í vinnslu.
Staðnámskeið:
- Lettneskar fléttur og furunálar - prjónanámskeið 11. til 18. feb.
- Spænska fyrir ferðamenn 20. mars til 3. apríl
- Páskaeggjagerð
- Námskeið 1: 19. mars kl. 17-19
- Námskeið 2: 19. mars kl. 19:15-21:15
- Jákvæð sálfræði og Yoga Nidra
- Vegghengi 14. okt.
- Hver verður staða mín við starfslok?
- Vernd og viðhald fasteigna
- Vatnslitir og blek
- Námskeið 1:
- Námskeið 2:
- Förðun og umhirða húðar 5. nóv.
Fjarnámskeið:
- Persónuleg fjármál
- Lærðu að prjóna lopapeysu 4. mars til 8. apríl
Námskeið og fyrirlestrar á Norðurlandi eystra
Sameyki, Kjölur og Eining Iðja í samstarfi við Símey bjóða upp á spennandi viðburði fyrir félagsfólk á vorönn 2025 þeim að kostnaðarlausu, bæði á vefnum og í raunheimum.
Fjarnámskeið:
Staðnámskeið:
- Eldað í Airfryer
- Akureyri 24. sep., Dalvík 25. sep., Ólafsfjörður 26. sep.
- Lærðu á símann snjalltækjanámskeið
- Akureyri 30. sep., Siglufjörður 1. okt., Dalvík 2. okt.
- Matur frá Marokkó
- Dalvík 7. okt., Akureyri 8. okt., Ólafsfjörður 9. okt.
- Konfektnámskeið fyrir jólin
- Akureyri 30. okt., Dalvík 31. okt., Fjallabyggð 1. nóv.
- Kleinur og soðið brauð
- Akureyri 5. nóv., Dalvík 6. nóv., Ólafsfjörður 7. nóv.
- Þinn eigin jólakrans
- Akureyri 19. nóv., Dalvík 20. nóv., Siglufjörður, 21. nóv.
- FabLab - Tölvustýrður fræsari - VMA Akureyri, 17. - 21. sep.
- FabLab - 3D prentunarnámskeið - VMA Akureyri, 14. - 15. sep.
- FabLab - Laserskurður VMA Akureyri, 28. - 29. sep.
- FabLab - Þinn eigin lampi - hugmynd raungerð? 5.-19. okt.
- Áhugahvetjandi samtal, Akureyri, 4.-5. nóv.
Námskeið og fyrirlestrar á Norðurlandi vestra
Sameyki, Kjölur, Aldan, Samstaða og Verslunarmannafélag Skagafjarðar í samstarfi við Farskólann - Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra, bjóða upp á spennandi viðburði fyrir félagsfólk á vorönn 2025 þeim að kostnaðarlausu, bæði á vefnum og í raunheimum.
Dagskráin er í vinnslu.
Fjarnámskeið:
- Vetrarforði, 18. sep.
- Uppleið - nám byggt á hugrænni atferlisfræði, hefst 1. okt.
- Ein af þessum sögum!, 2. okt.
- Persónuleg fjármál, 9. okt.
- Inngangur að gervigreind (AI), 14. okt.
- Ræktað undir ljósi, 23. okt.
- Gervigreind (AI) í daglegu lífi, 12. nóv.
- Sparnaður og fjárfestingar, 13. nóv.
- Umbóta lífið: Að bæta/auka skilvirkni í einkalífinu, 14. nóv.
- Græn jól, 26. nóv.
- Hvað viltu vita um huldufólk? 27. nóv.
Staðnámskeið:
- Eldað í Airfryer
- Blönduáos, 16. sep., Skagaströnd, 17.sep., Sauðárkrókur, 18.sep., Hvammstangi 19.sep.
- Lærðu á símann
- Sauðárkrókur 3. okt., Skagaströnd 4. okt., Blönduós 5. okt., Hvammstangi 6. okt.
- Matur frá Marokkó
- Sauðárkrókur 10. okt., Skagaströnd 13. okt., Hvammstangi 14. okt., Blönduós 15. okt.
- Kleinur og soðið brauð
- Sauðárkrókur 21. okt., Hvammstangi 22. okt., Skagaströnd 23. okt., Blönduáos 24. okt.
- Konfektgerð fyrir jólin
- Hvammstangi 26. okt., Skagaströnd 27. okt., Blönduós 28. okt., Sauðárkrókur 29. okt.
- Þinn eigin jólakrans
- Hvammstangi 18. nóv., Sauðárkrókur 19. nóv., Blönduós 20. nóv., Skagaströnd 21. nóv.
- FabLab - Laserskurður, Sauðárkrókur, 18. og 25. sep.
- FabLab - Fræsara námskeið, Sauðárkrókur, 28. okt. - 6. nóv.
- FabLab - Þinn eigin lampi - hugmynd raungerð! 4. - 11. nóv.
- FabLab - 3D prentunarnámskeið, 20.-21. nóv.
Námskeið og fyrirlestrar á Vestfjörðum
Sameyki og fleiri stéttarfélög í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða bjóða upp á spennandi viðburði fyrir félagsfólk á vorönn 2025 þeim að kostnaðarlausu, bæði á vefnum og í raunheimum.
Dagskráin er í vinnslu.
Fjarnámskeið:
- Microsoft teams - Grunnur, 30. sep.
- Gervigreind - Hvað er gervigreind?, 29. okt.
- Lífeyrismál og starfslok, 6. nóv.
- Microsoft teams - dagleg notkun, 21. nóv.
- Persónuleg fjármál, 21. jan.
Staðnámskeið á Ísafirði:
- Spænska - Tungumál og menning, hefst 2. sep.
- Myndlistarnámskeið með Söru Vilbergs, hefst 20. sep.
- Mexíkósk matargerð - 24. sep.
- Prjónanámskeið fyrir byrjendur - Ódagsett
- Prjónanámskeið - Að prjóna sjal - Ódagsett
Staðnámskeið á Patreksfirði
- Flamenco og Salsa, 14. sep.
- Spænska fyrir byrjendur, hefst 6. nóv.