Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. júní 2023

Jökulár

Dettifoss er aflmesti foss Íslands og er stórbrotið að skoða hann frá gljúfurbrún.

Dettifoss er aflmesti foss Íslands og er stórbrotið að skoða hann frá gljúfurbrún. Urriðafoss í Þjórsá er þó samt sá vatnsmesti á Íslandi.

Dettifoss er 44 metra hár og rúmlega 100 metra breiður og er í Jökulsá á Fjöllum sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

Jökulár eiga upptök sín í jökli og einkenni þeirra er að vatnið er gruggugt af svifaur og árframburði sem er mikill. Árnar einkennast af rennslissveiflum, bæði dægursveiflum og árstíðabundnum sveiflum, sem stafa af bráðnun jökulíss. Jökulhlaup, m.a. vegna eldvirkni undir jökli, geta orðið í jökulám, en tíðni þeirra og umfang er mjög breytilegt.