21. ágúst 2023
Náttúrulaugar
Kona nýtur náttúrulaugar á Íslandi.
Það er notalegt að dýfa sér í heita náttúrulaug eftir góðan göngutúr. Liggja þar og njóta náttúrunnar í einstöku umhverfi. Náttúrulaugar eru fágætar náttúruperlur og finnast um allt land.
Þekktastar eru Landmannalaugar, Hellulaug á Vestfjörðum, Grettislaug og Stórugjá á Norðurlandi, á Austurlandi er Laugarfellslaug við Laugarfellsskálar, á Suðurlandi Hrunalaug í Biskupstungum, Vígðalaug við Laugarvatn og Reykjafellslaug við Hveragerði.
En þar með er ekki allt upptalið. Það má grúska og finna fleiri náttúrulaugar, hvar þær eru staðsettar á landinu, og hægt er að baða sig í á vefnum islandihnotskurn.is eða í bókinni Heitar laugar á Íslandi eftir Jón G. Snæland og Þóru Sigurbjörnsdóttur.