7. júní 2024
Uppbygging orlofshúsa Sameykis á Úlfljótsvatni
Tilboð verktaka Trésmiðja Guðmundar Friðrikssonar á Akranesi í byggingu orlofshúsa Sameykis á svæðinu við Úlfljótsvatn hefur verið samþykkt af stjórn Orlofssjóð. Jarðvegsframkvæmdir, lagning vega og lagna ásamt annarri undirbúningsvinnu, stendur nú yfir á svæðinu. Áætlun gerir ráð fyrir fyrir að opnað verði fyrir orlofsúthlutanir fyrstu sjö orlofshúsanna árið 2025 og hinna fjögurra ári síðar 2026.
Af öðrum orlofsfréttum er frá því að segja að stefnt er á að opnað verði fyrir bókanir á orlofshúsunum á Eiðum fyrir haustið 2024, 1.júlí nk. kl. 9:00. Þá verður opnað fyrir bókanir fyrir úthlutunartímabilið 24. ágúst til 28. október. Orlofshúsin á Eiðum verða þá með hitaveitu og heitum pottum.
Að öðru leyti fer sumarið vel af stað í útleigu orlofshúsa Sameykis þó að veðrið hafi ekki verið sérstaklega sumarlegt þessa vikuna.