25. nóvember 2024
Ný orlofsíbúð í Reykjavík
Orlofssjóður Sameykis hefur fest kaup á nýrri orlofsíbúð í Reykjavík sem mun standa félagsfólki til boða á snemma á nýju ári. Orlofsíbúðin er á 4. hæð í lyftuhúsi við Grandaveg 42 í blokk G. Íbúðin er tveggja herbergja, um 80 fermetrar að stærð með gistipláss fyrir 4, þarf af 2 á svefnsófa. Skipulag orlofsíbúðarinnar skiptist í þvottaherbergi, baðherbergi með sturtu, svefnherbergi, sjónvarpsherbergi með svefnsófa, eldhús og stofu í sama rými og svalir.
Eins og fyrr sagði verður orlofsíbúðin boðin félagsfólki til orlofsdvalar snemma á næsta ári en opnun fyrir bókanir á Orlofshúsavef Sameykis verður kynnt síðar.