Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

25. febrúar 2025

Tilboð óskast í orlofshús til brottflutnings

Sameykis óskar eftir tilboðum í þrjú orlofshús félagsins til brottflutnings. Orlofshúsin eru staðsett á orlofssvæði Sameykis við Úlfljótsvatn.

Sameykis óskar eftir tilboðum í þrjú orlofshús félagsins til brottflutnings. Orlofshúsin eru staðsett á orlofssvæði Sameykis við Úlfljótsvatn.

Um er ræða þrjú hús, 45 fm, 52 fm og 65 fm. Orlofshúsin eru seld í einu lagi, þ.e. öll húsin verða seld saman og ekki er hægt að kaupa aðeins eitt hús. Orlofshúsin skulu fjarlægð eigi síðar en 20. apríl 2025 og skal kaupandi gera það á sinn kostnað.

Seljandi sér um að útvega leyfi hjá byggingarfulltrúa Grímsnes- og Grafningshrepps til að flytja orlofshúsin af svæðinu. Kaupandi sér um að brottflutningur orlofshúsanna liggi fyrir við undirritun kaupsamnings.

Til flutnings á orlofshúsunum þarf sérstakan krana sem ræður við verkefnið. Kaupandi sér um að útvega viðkomandi krana og greiðir allan þann kostnað sem fellur til við þá aðgerð. Kaupandi sér um að útvega flutningabíl og ber af því allan kostnað og ábyrgð. Seljandi sér um að aðgengi fyrir krana og flutningabíl sé til staðar vegna brottflutnings húsanna.

Fasteingnasalan Fasteignaland, Skeifunni 2, 108 Reykjavík, sér um sölu orlofshúsanna fyrir hönd Sameykis.

Nánari upplýsingar veitir Árni Björn Erlingsson, Löggiltur fasteigna og skipasali, í síma 898 0508 eða með tölvupósti arni[hjá]fasteignaland.is.

Sjá nánar hér.