30. janúar 2019
Viðræðuáætlun við Reykjavíkurborg undirrituð
Formaður og varaformaður Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu skrifuðu undir viðræðuáætlun við Reykjavíkurborg í morgun. Um er að ræða fyrstu formlegu undirritunina í nafni Sameykis en búist er við því að viðræðurnar hefjist fljótlega. Búið er að boða til fyrsta fundar samninganefnda en Garðar Hilmarsson varaformaður Sameykis verður formaður samninganefndar Sameykis í samningum við Reykjavíkurborg.
Á myndinni eru þau Garðar Hilmarsson formaður samninganefndar og varaformaður Sameykis, Rakel Guðmundsdóttir lögfræðingur kjarasviðs Reykjavíkurborgar, Harpa Ólafsdóttir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar og Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis stéttarfélags.