31. janúar 2019
Laus íbúð á Spáni í apríl
Úthlutun orlofshúss og íbúðar á Spáni fyrir páskana er nú lokið en SFR og St.Rv. úthlutuðu hvert í sínu lagi að þessu sinni, enda ekki búið að sameina orlofskerfin okkar. Eftir stendur 11 daga tímabil í penthouse íbúðinni í Los Arenales de Sol sem félagsmenn (SFR) geta bókað frá og með deginum í dag. Tímabilið er frá 6.-17. apríl og kostar það 75.000 kr og 40 punkta. Nú geta allir bókað hvort sem þeir eiga punkta eða ekki, ef engin punktainneign er til staðar verður punktastaðan bara í mínus.