Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

6. febrúar 2019

Formenn Sameykis hitta forsætisráðherra

Formaður Sameykis Árni Stefán Jónsson og Garðar Hilmarsson varaformaður hittu Katrínu Jakobsdóttur forsætisherra í morgun og afhentu henni formlega bréf þar sem segir m.a. að sameining SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sé nú orðin að veruleika. Hið sameinaða félag fer með samningsaðild fyrir fyrrum félagsmenn SFR og St.Rv og hefur yfirtekið réttindi og skyldur samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaganna við viðsemjendur þeirra og mun framvegis annast kjarasamningsgerð fyrir þeirra hönd. Ríkið er stærsti viðsemjandi Sameykis sem er stærst stéttarfélaga á opinberum vettvangi. Félagið væntir góðs samstarfs við viðsemjendur sína í framtíðinni en samningar eru lausir í lok mars.