8. febrúar 2019
Páskaúthlutun innanlands
Umsóknarfrestur vegna úthlutunar orlofshúsa um páska er til 3. mars. Dögunum í kringum páska er skipt í þrjú tímabil eins og sjá má hér neðar. Með þessu móti tvöfaldast páskatímabilið og fleiri njóta.
Páskatímabilinu er úthlutað með sama hætti og áður, þ.e. fyrrum SFR félagar hafa einungis aðgang að húsum SFR. Sameining orlofskerfisins tekur lengri tíma en svo að okkur takist að ljúka henni fyrir páska.
Sækja þarf um á orlofsvef SFR í gegnum Mínar síður. Veljið ORLOFSVEFUR og síðan UMSÓKNIR. Þar er valið tímabil og staður (eða hús ef það á við). Á vefnum má einnig finna nánari upplýsingar um orlofshúsin sem í boði eru.
Niðurstaða úthlutunar liggur fyrir 4. mars. Svar við umsókn berst á það netfang sem skráð er á Mínum síðum. Mjög mikilvægt er að vanda innskráningun til þess að svörin við umsókn berist hratt og vel.
Lífeyrisþegar hafa ekki rétt til þess að sækja um úthlutun þau tímabil sem hér eru tilgreind, en geta eins og aðrir bókað þau hús sem laus eru eftir að úthlutun lýkur.
1. Hefðbundin úthlutun frá mánudegi 15. apríl - mánudagsins 22. apríl
Hús í boði:
Akureyri, Hamratún (1 íbúð)
Akureyri, Holtaland (1 hús)
Reykjavík, Grandavegur 45
Reykjavík, Sóltún (1 íbúð)
Munaðarnes, Bjarkarás 10 (f/hreyfihamlaða)
Munaðarnes, Bjarkarás (1 hús)
Munaðarnes, Stekkjarhóll (2 hús)
Munaðarnes, Vörðuás (2 hús)
Húsafell (1 hús)
Arnarstapi, Snæfellsnesi (1 hús)
Skorradalur (1 hús)
Vaðnes Grímsnesi (4 hús)
Vörðuás nr. 17 (stórt hús)
Verð 26.000 (7 dagar)
2. Helgin fyrir páska og dymbilvika frá föstudegi 12. apríl - miðvikudagsins 17. apríl
Hús í boði:
Akureyri, Skálatún (1 íbúð)
Akureyri, Holtaland (1 hús)
Akureyri, Kjarnabyggð (1 hús)
Munaðarnes, Bjarkarás (1. hús)
Munaðarnes, Stekkjarhóll (2 hús)
Munaðarnes, Vörðuás (1 hús)
Selásar, Borgarbyggð (1 hús)
Húsafell (1 hús)
Vaðnes, Grímsnesi (3 hús)
Hólasetur, Reykholt Biskupstungum (1 hús)
Reykjavík, Grandavegur 42 D
Reykjavík, Grandavegur 42 G
Verð 24.000 (5 dagar)
3. Páskahátíðin frá miðvikudegi 17. apríl - þriðjudagsins 23. apríl
Hús í boði:
Akureyri, Skálatún (1 íbúð)
Akureyri, Holtaland (1 hús)
Akureyri, Kjarnabyggð (1 hús)
Munaðarnes, Bjarkarás (1 hús)
Munaðarnes, Stekkjarhóll (2 hús)
Munaðarnes, Vörðuás (1 hús)
Selásar, Borgarbyggð (1 hús)
Húsafell (1 hús)
Vaðnes, Grímsnesi (3 hús)
Hólasetur, Reykholt Biskupstungum (1 hús)
Reykjavík, Grandavegur 42 D (1 íbúð)
Reykjavík, Grandavegur 42 G ( 1 íbúð)
Verð 26.000 (6 dagar)