Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

14. febrúar 2019

Viðræðuáætlun við Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituð

Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson varaformaður heimsóttu skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga og hittu þar Aldísi Hafsteinsdóttir formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ingu Rún Ólafsdóttur, sviðsstjóra kjarasviðs og formann samninganefndar Sambandsins og Karl Björnsson framkvæmdastjóra. Tilefnið var að afhenda þeim formlega tilkynningu þess efnis að sameining SFR stéttarfélags og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar sé orðin að veruleika. Hið sameinaða félag fer nú með samningsaðild fyrir fyrrum félagsmenn SFR og St.Rv og hefur yfirtekið réttindi og skyldur samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaganna við viðsemjendur þeirra og mun framvegis annast kjarasamningsgerð fyrir þeirra hönd.
Vel var tekið á móti formönnunum og boðið upp á smurbrauð með kaffinu í tilefni hins sameinaðs félags. Á fundinum var einnig skrifað undir viðræðuáætlun og kjarasamningsviðræðurnar fram undan ræddar.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd