26. febrúar 2019
Könnunin þín farin af stað!
Næstu daga munu félagsmenn Sameykis fá könnun um Stofnun ársins og launakönnun senda í tölvupósti. Það tekur nokkra daga að ná því að senda út til allra en vonandi verða allir komir með könnunina eftir næstu viku. Við hvetjum alla til þess að gefa sér tíma til þess að svara henni eins ítarlega og þeir geta. Niðurstöðurnar eru okkur öllum afar mikilvægar og gefa góðar upplýsingar um stöðuna úti á stofnunum, um líðan starfsfólk og fleira.
Þær stofnanir sem fá bestu einkunn frá sínu starfsfólki hljóta síðan titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun. Að auki fjallar könnunin um launakjör og til þess að svara þeim þætti þurfa starfsmenn að hafa launaseðilinn sinn við höndina. Þess má geta að VR lætur gera sambærilega könnun á sama tíma og það gefur okkur gott tækifæri til samanburðar við almanna markaðinn.
Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis (áður SFR og St.Rv.), fjármála- og efnahagsráðuneytisins og fjölmargra stofnana. Könnunin nær til um 50.000 manns á almennum og opinberum vinnumarkaði.
Þeir sem hafa verið í félaginu í 3 mánuði í janúar og eru í 40% starfshlutfalli eða meira eiga að fá könnunina senda. Ef þú finnur ekki könnunina í tölvupóstinum þínum skaltu kíkja í ruslpósthólf og önnur hólf sem fjölpóstur gæti lent í. eftir 8. mars. Athugaðu að það tekur nokkra daga að senda könnunina út til allra, en ef ekkert finnst skaltu senda tölvupóst á solveig@sameyki.is með kennitölu og netfangi sem þú vilt fá könnunina senda á.
Dettur þú í lukkupottinn?
Allir sem klára könnunina fara sjálfkrafa í happdrættispott. Úr hópi svarenda verða dregnir vinningar úr innsendum svörum. Vinningarnir eru ekki af verri endanum: Gjafabréf hjá Icelandair að andvirði 50 þúsund krónur og aðgöngumiðar að Iceland Airwaves hátíðinni, helgarvöl í orlofshúsum og vikudvöl í orlofshúsi félagsins á Spáni.
Nánari upplýsingar um könnunina má finna hér.