Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

27. febrúar 2019

Undirbúningur kjaraviðræðna hafinn

Það var mikill hugur í félögum Sameykis hjá ISAVIA sem fjölmenntu á kjaramálafund ISAVIA sem haldnir voru í gær og í dag. Lífleg umræða var um áherslupunktana sem mikið hafa verið í umræðunni þessa dagana. Það var mikil samstaða og fram komu skýrar kröfur um styttingu vinnuvikunnar, réttlátara skattkerfi, mannvænna starfsumhverfi og hækkun launa.

Kjarasamningur ISAVIA rennur út í lok mars og með kjaramálafundunum er undirbúningur að kröfugerð hafinn á fullu. Í kjölfarið verða skipulagðir kjaramálafundir á öðrum vinnustöðum þar sem félagar Sameykis starfa.

 

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd