7. mars 2019
Baráttufundur á alþjóðlegum baráttudagi kvenna
Á morgun 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni er blásið til baráttufundar kl. 17-18:30 í Gamla bíói, Ingólfsstræti 2a. Sameyki stéttarfélag stendur fyrir fundinum ásamt fjölmörgum fleiri aðilum. Við hvetjum félagsmenn til að fjölmenna á baráttufundinn.
Kynnir: Drífa Snædal
Ræðukonur:
- Sanna Magdalena Mörtudóttir
- NIchole Leigh Mosty
- Magga Stína Blöndal
- Arna Jakobína Björnsdóttir
Ljóð:
- Eydís Blöndal
Tónlist:
- Spaðabani
- Guðlaug Fríða
- Kvennakórinn Impra
Aðgengi:
Lyfta innanhús á salerni og upp á svalir. Inngangur fyrir hjólastóla við Petersen svítuna, þar eru sliskjur upp 10-20 cm hátt þrep.