Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. mars 2019

Eitt orlofskerfi fyrir alla félagsmenn Sameykis í vinnslu

Nú er unnið að því að setja upp eitt orlofskerfi fyrir íbúðir, orlofshús, gjafabréf og fleira þannig að allir félagsmenn Sameykis hafi aðgang að öllum orlofseignum fyrrum SFR og St.Rv. Orlofskerfið sem varð fyrir valinu heitir Frímann og er það sama og St.Rv. var með fyrir sameiningu. Töluverð vinna er á bak við það að koma öllum eignum sem SFR átti inn í Frímann þannig að ekki er enn hægt að sjá þær eignir þar inni, en unnið er að því hörðum höndum til að allt verði tilbúið þegar orlofsblaðið berst félagsmönnum seinnipartinn í mars. Miðað er við að sumarúthlutun fari fram um miðjan apríl.

Búið er að setja Spán inn í Frímann þannig að allir félagsmenn Sameykis geta nú sótt um sumarúthlutn á Spáni þar í gegn, sjá frétt hér. Frímann er nú aðgengilegur á forsíðu www.sfr.is á sérstökum innskráningarhnappi (grár á lit) sem er við hliðina á innskráningarhnappi fyrir Mínar síður. Einnig er hægt að bóka þar orlofshús sem tilheyrðu áður St.Rv., versla gjafabréf og fleira.

Nauðsynlegt er að hafa gamla orlofsvef SFR aðgengilegan eitthvað áfram og er þá farið í gegnum Mínar síður SFR, orlofsvefur. Þar verður hægt að nálgast kvittanir fyrir þá sem hafa nú þegar bókað hús á vormánuðum. Einnig verður áfram hægt að bóka þar hús fyrrum SFR þar til kemur að formlegum flutningi eignanna yfir í Frímann, en þá lokast fyrir bókanir á gamla vefnum.

Stefnt er að því að félagsmenn verði fyrir sem minnstu raski við þennan flutning yfir í eitt sameiginlegt kerfi, en ekki verður hjá því komist að hafa báða vefina opna núna á vormánuðum til að klára afgreiðslu þess sem hefur nú þegar verið bókað á gamla orlofsvef SFR.

Tvær leiðir að Frímanni fyrir félagsmenn Sameykis:

  • Í gegnum www.strv.is (orlofsmál – orlofsvefur), flýtileiðarhnappur lítur svona út, þegar smellt er á hann birtist forsíða Frímanns fyrir St.Rv. og þar þarf að fara í innskráningu efst í hægra horni:



  • Í gegnum www.sfr.is þá lýtur innskráningarhnappur svona út, efst við hliðina á Mínar síður hnapp, þegar smellt er á hann birtist innskráningarhnappur sem smellt er á og þá er hægt að velja um að nota Íslykil eða rafræn skilríki :