1. apríl 2019
Stofnfundur Háskóladeildar Sameykis
Háskóladeild Sameykis heldur stofnfund sinn fimmtudaginn 4. apríl næstkomandi kl. 17:00 að Grettisgötu 89. 1. hæð. Þar verður m.a. kosin stjórn og drög að starfsreglum verða lagðar fram. Félagið hvetur allt háskólafólk innan félagsins til þess að koma á fundinn og taka þátt í spennandi starfi.
Boðið verður upp á ljúffenga súpu í lok fundar.