Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. apríl 2019

Stofnfundur Lífeyrisdeildar Sameykis

Afar fjölmennur stofnfundur Lífeyrisdeildar Sameykis var haldinn 11. apríl síðastliðinn, en á fundinn komu rúmlega 80 manns. Þar voru lögð fram drög að starfsreglum deildarinnar til samþykktar. Kosin var 7 manna stjórn og formaður. Ingibjörg Óskarsdóttir bauð sig ein fram til formanns og var hún einróma kjörin með lófaklappi. Átta manns buðu sig fram sem meðstjórnendur og flest atkvæði hlutu þau Guðrún Árnadóttir, Bryndís Þorsteinsson, Sigurjón Gunnarsson, Sigurður Helgason, Lilja Sörladóttir og Guðjón Magnússon og eru þau því löglega kjörin stjórn deildarinnar.

Garðar Hilmarsson varaformaður ávarpaði fundinn þar sem hann  fagnaði  stofnun deildarinnar. Þá voru drög að starfsreglum lögð fyrir og hlutu þau miklar og góðar umræður. Nokkrar breytingar voru gerðar og þær síðan samþykktar. Starfsreglurnar munu einnig verða lagðar fyrir stjórn Sameykis til samþykktar. Að lokum voru nýjar reglur um orlofsmál lífeyrisdeildarinnar og símenntunarsjóð kynntar. Gagnrýni kom fram á reglur um réttindi lífeyrisdeildar í orlofssjóð og var nýkjörinni stjórn falið að vinna að því máli áfram með stjórn Orlofssjóðs og Sameykis.

Í lok fundar kynnti nýkjörinn formaður deildarinnar Ingibjörg Óskarsdóttir gönguklúbbinn Grjótharðir göngugarpar en hægt er að kynna sér hann frekar á facebook síðu undir sama nafni.

Þeir félagar sem áður voru skráðið í lífeyrisdeild SFR eða eftirlaunadeild St.Rv. eru sjálfkrafa orðnir félagar í lífeyrisdeild Sameykis. Nýjum er bent á að skrá sig á www.sfr.is og www.strv.is eða hafa samband við skrifstofu.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd