30. apríl 2019
Trúnaðarmenn og fulltrúar funda
Trúnaðarmenn og fulltrúar Sameykis funduðu í Gullhömrum í gær. Á fundinum fjallaði Björn Traustason um stöðu verkefna hjá íbúðafélaginu Bjargi og Eva Sigrún Guðjónsdóttir fjallaði um niðurstöðu MA rannsóknar sinnar um Stofnun ársins, en hún hlaut styrk til rannsóknarinnar á síðasta ári. Þá greindi Árni Stefán formaður Sameykis frá stöðunni í kjaraviðræðum en nú standa yfir viðræður við allflesta viðsemjendur og er því í mörg horn að líta. Viðræður ganga hægt en ágætlega og Árni segist vonast til að þeim ljúki fyrir mitt sumar. Starfsmenn Sameykis voru með stutt erindi; Kristín Erna Arnardóttir fór yfir verklagið í kosningu trúnaðarmanna sem fram fer í maí og Ása Clausen kynnti orlofshús félagsins fyrir trúnaðarmönnum, þá sagði Sólveig Jónasdóttir frá ferð á Kvennafund Sameinuðu þjóðanna sem hún sótti fyrir félagið í vetur og Þórarinn Eyfjörð brýndi fundarfólk til þess að taka með virkum hætti í baráttufundum 1. maí.