Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

30. apríl 2019

Úthlutun orlofshúsa og Spánn í haust

Verið er að vinna úr umsóknum um sumarúthlutanir í orlofshús félagsins og munu þeir sem sóttu um eiga von á tölvupósti síðar í dag. Þar sem við erum að gera þetta sameiginlega í fyrsta sinn hefur úthlutunin tekið örlítið lengri tíma en vanalega og biðjumst við velvirðingar á því. Allir ættu að vera komnir með svar í síðasta lagi í lok dags 2. maí.

Við minnum á að á morgun 1. maí verður opnað fyrir bókanir í orlofshúsin okkar á Spáni fyrir september og október. Sá háttur mun vera á í framtíðinni að opið verður sex mánuði fram í tímann og opnar því nýr mánðurur fyrsta hvers mánaðar. Í orlofshúsin okkar innanlands er hins vegar opið fjóra mánuði fram í tímann. Sumarið og páskarnir sem er úthlutað sérstaklega er undanþegið þessari reglu.