1. maí 2019
1. maí er okkar dagur!
1. maí er alþjóðlegur baráttudagur launafólks. Með þátttöku í baráttufundum minnum við á kjarabaráttuna okkar sem nú stendur yfir og sýnum atvinnurekendum að launafólk stendur saman í baráttunni fyrir betri framtíð. Krafa okkar er að kjörin verði jöfnuð og samfélagið verði fyrir alla óháð efnahag. Sameyki hvetur félagsmenn sína til að fjölmenna á baráttufundi um land allt.
Hér má sjá dagskrá hátíðarhaldanna á 1. maí í Reykjavík og um land allt.
BSRB býður upp á kaffi að loknum fundi á Ingólfstorgi.