Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. maí 2019

Sameyki styrkir mannauðsrannsóknir

Bryndís Theódórsdóttir MA nemi í opinberri stjórnsýslu hlaut í gær styrk frá Sameyki stéttarfélagi upp á 750 þúsund til þess að rannsaka tengsl vinnuumhverfis og veikindafjarvista kvenna hjá ríkinu. Til þessa mun hún nýta niðurstöður úr könnununum um Stofnun ársins síðastliðin ár og að bera saman þær niðurstöður við veikindafjarvistir starfsmanna sömu stofnana og skoða hvort fylgni sé á milli einhverra þátta og fjölda veikindadaga.

Styrkurinn er veittur í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála og skrifuðu Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Margrét S. Björnsdóttir stjórnarformaður stofnunarinnar undir samning þess efnis. Styrkurinn var auglýstur meðal nemanda í opinberri stjórnsýslu og var ákveðið að styrkja rannsókn Bryndísar. Enda er hún áhugaverð, sérstaklega með tilliti til þess að veikindafjarvistir kvenna hjá ríkinu virðast hærri en karla og með rannsókninni er mögulegt að varpa ljósi á hvort og þá hvaða þættir það eru í starfsumhverfi kvenna sem gæti valdið þessu.

Það var formaður Sameykis Árni Stefán Jónsson sem tilkynnti um styrkveitinguna á Stofnun ársins og afhenti Bryndísi blóm af því tilefni.


  • Fréttamyd