Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. maí 2019

Nýjar íbúðir í Hraunbæ


Formaður Sameykis, Árni Stefán Jónsson sem jafnframt er stjórnarformaður Íbúðafélagsins Bjargs tók ásamt Degi Eggertssyni borgarstjóra og fulltrúum Bjargs og ÍAV nú í dag skóflustungu að nýjum íbúðum í Hraunbæ í Reykjavík. Þar munu verða byggðar 99 íbúðir í fjórum húsum sem verða tvær til fimm hæðir. Áætlað er að ljúka við byggingu þeirra í byrjun árs 2021.  Þess má geta að gæludýraíbúðir verða í hluta íbúða á jarðhæðum húsanna.

Á næstu vikum munu fyrstu íbúarnir flytja inn í 150 íbúðir Bjargs, á Móavegi í Grafarvogi. Framkvæmdir við þær hófust í byrjun árs 2018. Fram undan eru síðan tvö önnur ný verkefni við Kirkjusand og Leirtjörnina í Úlfarsárdal. Tæplega 300 íbúðir eru nú í byggingu hjá íbúðafélaginu og verða þær yfir 500 í haust.

Íbúðir Bjargs íbúðafélags eru fyrir fjölskyldur og einstaklinga á vinnumarkaði sem eru undir ákveðnum tekju- og eignamörkum og sem hafa verið fullgildir félagsmenn aðildarfélaga ASÍ eða BSRB sl. 24 mánuði miðað við úthlutun.