27. maí 2019
Orlofsuppbót í júní
Orlofsuppbót verður greidd út með launum 1. júní hjá félagsmönnum sem starfa hjá ríki, Reykjavíkurborg og fleirum. Ríki og Reykjavíkurborg munu greiða 50.000 kr. eða sömu krónutölu og samið var um á almennum markaði.
Samkvæmt kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga þá var orlofsuppbót hins vegar greidd út 1. maí og fór upphæðin eftir greiðslu fyrir árið 2018 í kjarasamningi eða 48.000 kr. og verður svo leiðrétt um þá hækkun sem um verður samið.