Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. maí 2019

Uppsagnir hjá Isavia

Isavia hefur í dag sagt upp hópi starfsmanna sem starfa á Keflavíkurflugvelli við öryggisleit og farþegaþjónustu. Flestir starfsmannanna eru félagsmenn Sameykis og félagið hefur verið í viðræðum við Isavia um málið. Ástæður uppsagnanna eru að sögn Isavía breytingar á rekstrarumhverfi Keflavíkurflugvallar m.a. í kjölfar gjaldþrota WOW og breytinga á flugáætlunum Icelandair. Umsvifin í þjónustu vegna millilandaflugs verða af þessum sökum minni en áætlað var.

Uppsagnirnar eru afar þungbærar fyrir starfsmenn og mun stéttarfélagið aðstoða þá eftir megni í framhaldinu. Í viðræðum við Isavía hefur verið leitast við að milda afleiðingar þeirra.