Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. júní 2019

Bjarg byggir 80 íbúðir á Kirkjusandi

Íbúðirnar verða í átta húsum sem Þingvangur hefur tekið að sér að byggja fyrir Bjarg íbúðafélag við Hallgerðargötu á Kirkjusandi. Íbúðirnar verða af ýmsum stærðum og leggur Reykjavíkurborg fram lóðina sem stofnframlag til Bjargs en ríkið styrkir einnig uppbygginguna með 18% stofnframlagi.

ASK arkitektar teiknuðu húsin sem verða byggð úr steypu og timbri.

Félagsbústaðir munu eiga og leigja út 20% íbúða í húsunum í Hallgerðargötu á móti Bjargi íbúðafélagi.

Kirkjusandur er ákaflega vel staðsett svæði og er útivistargildi svæðisins mikið og gott aðgengi að strandlengjunni og Laugardal. Hallgerðargata tengist gömlum og rótgrónum hverfum á Teigunum og Lækjunum. Stutt er í alla verslun og þjónustu, t.d. Laugardalslaug, Skautahöllina, Grasagarðinn, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, Safn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnestanga og Sólheimabókasafn.

Fulltrúar Bjargs og verkalýðsfélaganna ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra og fulltrúum frá Þingvangi tóku skóflustunguna í gær en framkvæmdir við íbúðirnar hefjast strax.

Bjarg íbúðafélag er með 563 íbúðir í byggingu þar af 499 í Reykjavík og verður flutt inn í fyrstu íbúðirnar við Móaveg í sumar en það var fyrsta byggingarframkvæmd Bjargs.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd