2. júlí 2019
Fundur trúnaðarmanna
Fjöldi nýrra og eldri trúnaðarmanna voru mættir á fund í trúnaðarmannaráði Sameykis síðastliðinn fimmtudag á Grand hóteli. Á fundinum fjölluðu Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis og Garðar Hilmarsson varaformaður um stöðuna varðandi kjaraviðræður við mismunandi viðsemjendur. Einnig fjallaði Ágúst Arnarson hagfræðingur frá HÍ um launaskriðs- og launaþróunartryggingu.