Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

20. ágúst 2019

Norræna samningsmódelið og jafnréttismál til umfjöllunar á ráðstefnu í Danmörku

Fulltrúar Sameykis stéttarfélags sitja þessa dagana ráðstefnu í Danmörku á vegum NSO (Nordiska statstjenestemanna organisationen). En innan NSO eru systrafélög Sameykis á norðurlöndunum sem semja við ríkið. Umræðuefnið er norræna samningsmódelið og fjallaði dr. Laust Högedah um um niðurstöður rannsóknar sinnar um samningamódel Norðurlanda. Þá fluttu fulltrúar Færeyja og Noregs erindi um útfærslu samningslíkansins í hverju landi fyrir sig. Einnig fjölluðu Linda Nordström Nissan aðstoðarstarfsmannastjóri og Rita Bundgaard formaður HK Stat í Danmörku um samningsrétt og samningsumhverfi með tilliti til starfsmanna ríkisins og tilflutning starfa. Á árunum 2016-2018 voru flutt rúmlega 3900 störf, en flutningurinn var ákvörðun stjórnvalda.

Síðasta daginn verður síðan fjallað um jafnréttismál og #metoo byltinguna og mun Ísland hefja daginn með erindi um stöðu mála á Íslandi. Síðan mun Carolin Solskär frá Nordic Tech House í Svíþjóð sem sérhæfir sig í vinnumenningu taka við og stýra vinnustofu um jafnréttismál.

Fulltrúar Sameykis eru þau Árni Stefán Jónsson formaður, Garðar Hilmarsson varaformaður, Þórarinn Eyfjörð, Bryndís Theodórsdóttir, Gunnar Rúnar Matthíasson, Elín Helga Sanko, Ingibjörg Sif Fjeldsted og Sólveig Jónasdóttir. Ráðstefnuna sitja einnig fulltrúar atvinnurekanda þeir Sverrir Jónsson skrifstofustjóri kjara- og mannauðssýslu ríkisins en hann er jafnframt formaður samningarnefndar ríkisins og Pétur Jónasson varaformaður samninganefndar ríkisins. Það er lærdómsríkt fyrir fulltrúa Sameykis ásamt fulltrúum viðsemjenda að hlusta á ólíka reynslu fulltrúa norðurlandanna og eiga samráð við félaga sína. Norrænt samstarf hefur verið okkur afar mikilvægt í gegnum tíðina.

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd