26. ágúst 2019
Tilboð óskast í þrjú sumarhús til brottflutnings
Til sölu eru þrjú sumarhús til brottflutnings. Húsin eru timburhús á einni hæð um 52 fm, hvert hús er stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi og þrjú svefnherbergi ásamt geymslu um 4 fm, palli, verönd og heitum potti. Húsin seljast í því ástandi sem þau eru nú og bjóða má í hvert fyrir sig.
Húsin eru staðsett í landi Munaðarness í Borgarfirði og má skoða þau í samráði við umsjónarmann svæðisins Sigvalda Jónasson s. 833-6949. Húsin skulu fjarlægð í síðasta lagi 20. September n.k. og skal kaupandi gera það á sinn kostnað.
Tilboðum skal skila til skrifstofu Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu, Grettisgötu 89 fyrir kl. 14:00 föstudaginn 30. Ágúst 2019. Frekari fyrirspurnir má senda á sameyki@sameyki.is
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum