10. september 2019
Umsóknarfrestur til 10. nóvember
Símenntunarsjóður lífeyrisdeildar Sameykis er ætlaður þeim sem skráðir eru í Lífeyrisdeild Sameykis þegar námskeið eða nám hefst. Úthlutað er tvisvar á ári, maí og nóvember. Næst verður útthlutað úr sjóðnum 15. nóvember. því þurfa umsóknir að berast fyrir 10. nóvember til þess að verða teknar til afgreiðslu.
Sjóðfélagi getur aldrei fengið meira en 32 þúsund kr. yfir almanaksárið. Greiðslur geta þó orðið lægri ef umsóknir eru margar. Ekki er greitt fyrir námskeið meira en ár aftur í tímann.
Greiðslur styrkja fara aðeins fram gegn framvísun kvittana sem senda má á skrifstofu Sameykis, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík og merkja Símenntunarsjóður Lífeyrisdeildar Sameykis eða senda í tölvupósti á sameyki@sameyki.is
Allt almennt nám sem styrkir einstaklinga og eflir andann er styrkhæft. Ekki er greitt fyrir kort í líkamsrækt, sund eða sambærilegt.