17. september 2019
Námskeið á Ísafirði
Félagsfólki Sameykis á Vestfjörðum standa eftirfarandi námskeið hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða til boða, þeim að kostnaðarlausu.
Það er nóg að skrá sig hjá Fræðslumiðstöðinni og segja frá félagsaðildinni.
Listin að lifa - lífsgæði og sjálfsrækt
Á námskeiðinu fá þátttakendur fræðslu og verkfæri sem byggja á sálfræðilega gagnreyndum aðferðum til að bæta eigið líf, lífsgæði og líðan með sjálfsrækt, auka eigin hamingju, gleði og huggulegheit.
Námskeiðið er byggt á hagnýtri klínískri sálfræðilegri menntun, þekkingu og reynslu, hugrænni atferlismeðferð, jákvæðri sálfræði, hamingju-, og hygge fræðum.
Kennari: Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur og ritstjóri Húsfreyjunnar.
Tími: Kennt fimmtudaginn 31. október 2019 kl. 18:00-21:30.
Lengd: 4 kennslustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Endurminningarskrif – fyrir alla aldurshópa!
Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri, jafnt þeim sem skrifa eigin minningar og þeim sem skrifa um samferðafólk sitt. Sumir nýta sér námskeiðin fyrst og fremst til að rifja upp minningar á meðan aðrir koma einkum til að skrifa - og enn aðrir af því að þeim finnst gaman að skapa í skemmtilegum hópi. Námskeiðið byggir á þremur ritsmiðjum 8., 9. Og 10. nóvember.
Kennari: Björg Árnadóttir rithöfundur og ritlistarkennari hjá Stílvopninu.
Tími: Kennt föstudaginn 8. nóv. kl. 18:00-22:00, laugardaginn 9. nóv. kl. 10:00-14:00 og sunnudaginn 10. nóv. kl. 10:00-14:00.
Lengd: 12 klukkustundir (3 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Nánari upplýsingar og skráning á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.