17. september 2019
Námskeið á norðvesturlandi
Stéttarfélögin Aldan, Kjölur, Samstaða, Sameyki og Verslunarmannafélag Skagafjarðar bjóða félagsmönnum sínum á námskeið (þeim að kostnaðarlausu) í samstarfi við Farskólann – Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra.
Listin að breyta hverju sem er: Indrid Kulman kynnir fyrir þátttakendum sex þætti sem geta hjálpað okkur til að breyta lífinu til batnaðar hvort sem um er að ræða heilsuna, fjárhaginn, samband þitt við makann eða markmið tengd starfinu. Þættirnir eru persónuleg hvatning, persónuleg hæfni, félagsleg hvatning, félagsleg hæfni, hvatning frá umhverfinu og skipulags- hæfni. Með því að læra að nota alla sex þættina er hægt að verða áhrifavaldur í eigin lífi.
Hvammstangi 14. nóvember 18:00-22:00
Blönduós – 13. nóvember 18:00-22:00
Sauðárkrókur – 12. nóvember 18:00-22:00
Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun ehf.
Meðlæti með öllum mat: Ertu föst/fastur í vana og vantar nýjar hugmyndir að meðlæti með mat? Skemmtilegt námskeið þar sem þátttakendur læra að nýta grænmeti á nýjan hátt sem meðlæti og aðalrétti. Þá verður fjallað um hvað felst í Ketófæði og grænkerafæði og skoðaðar hugmyndir í austurlenskri matreiðslu og matreiðslu frá Miðjarðarhafinu.
Hvammstangi 3. október 17:00-20:00
Blönduós – 2.október 17:00-20:00
Sauðárkrókur – 1. október 17:00-20:00
Leiðbeinandi: Jón Daníel Jónsson, matreiðslumeistari.
Konfektgerð: Þátttakendur læra helstu aðferðir við konfektgerð og útbúa sitt eigið konfekt eftir sínum smekk og áhuga. Hægt er að leika sér með ýmis hráefni við konfektgerð, t.d. marsípan, núgat, kókosmassa og áfengi. Hráefnið, tækin og öll gögn sem til þarf verða á staðnum en þátttakendur þurfa að hafa með sér dós, bauk eða ísbox fyrir konfektið til að taka með heim.
Hvammstangi 29. nóvember 18:00-21:00
Blönduós – 28. nóvember 18:00-21:00
Sauðárkrókur – 27. nóvember 18:00-21:00
Leiðbeinendur: Hulda Einarsdóttir og Heimir Eggerz Jóhannsson
Tölvuöryggi: Á þessu námskeiði verður farið yfir öryggismál almennt og við lærum hvað við getum gert til að tryggja öryggi okkar. Námskeiðið miðast við að notendur séu með Windows 10 stýrikerfið.
Hvammstangi 18. október 16:00-19:00
Sauðárkrókur 22. október 13:00- 16:00
Blönduós 22. október 17:00-20:00.
Leiðbeinandi: Hermann Jónsson, Microsoft sérfræðingur.
Nánari upplýsingar og skráning á www.farskolinn.is