Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. september 2019

Skráning á Gott að vita námskeiðin hefst kl. 17 í dag

Sameyki býður upp á námskeið og fyrirlestra á höfuðborgarsvæðinu fyrir félagsmenn nú á haustönn 2019 undir heitinu Gott að vita. Skráning opnar í dag, 19. september kl. 17 og fer fram á hér á vef Framvegis. Um er að ræða fjölbreytt efnistök þar á meðal Spænsku fyrir ferðamenn, Bridgekynningu, Teppahekl, Sjósund, Plastlausan lífsstíl, Að8sig - sjálfskoðun, tækifæri og áræðni svo eitthvað sé nefnt. Fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu.

Nánari upplýsingar veittar hjá Framvegis á helga@framvegis.is eða í síma 581-1900, en Framvegis sér um skipulagningu námskeiðanna. Hér má nálgast yfirlit yfir námskeið og fyrirlestra eins og það er birt í Blaði Sameykis sem fór í póst til félagsmanna í byrjun vikunnar.

Að gefnu tilefni: Þegar þú skráir þig á námskeið vertu þá viss um að smella á „Skrá umsókn“ í lokaskrefi umsóknar, annars skráist umsóknin ekki.