Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. september 2019

Nýliðafræðsla trúnaðarmanna í fullum gangi

Nýtt kjörtímabil trúnaðarmanna hófst í vor og af því tilefni var boðið upp á nýliðafræðslu fyrir trúnaðarmenn Sameykis. Haldin voru þrjú námskeið og mættu 61 trúnaðarmaður á þau. 

Á námskeiðinu sem er 3 kennslustundir var fjallað um Sameyki og vinnumarkaðinn og hvar má finna upplýsingar um kjör og réttindi. Einnig var farið yfir skyldur kjörinna fulltrúa og mikilvægi þess að hafa jafnrétti að leiðarljósi við stefnumótun og ákvarðanatöku.