25. september 2019
Deilu Sameykis og ríkis vísað til ríkissáttasemjara
Samninganefnd Sameykis hefur í dag tekið ákvörðun um að vísa kjaradeilu við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til ríkissáttasemjara. BSRB fer með umboð til samningsgerðarinnar í ákveðnum málum og hefur það ekki breyst. Formenn og fulltrúar aðildarfélga BSRB hittust á fundi samningseininga í dag og réðu ráðum sínum vegna þeirrar stöðu sem upp er komin í kjarasamningsviðræðum við ríkið. En eins og kunnugt er slitnaði upp úr viðræðum í gær. Það var sameiginleg ákvörðun þeirra félaga sem eru með samninga við ríkið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara en þau félög sem eru með samninga við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga munu á næstu dögum gera lokatilraun til að ná samningum áður en þeim deilum verður einnig vísað sömu leið.