Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. október 2019

Ríkissáttasemjari boðar fund

Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa BSRB á  fundi vegna samingaviðræðna við ríki, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.  Fundirnir verða allir nú síðdegis. Ríkissáttasemjari hefur nú legið undir feldi undanfarna daga en eins og kunnugt er var viðræðunum við alla þessa aðila vísað þangað í lok síðasta mánaðar. Viðræður höfðu fram að því gengið skammarlega hægt og það er von okkar að nú fari þær loks af stað í átt að raunverulegum markmiðum okkar um styttingu vinnuvikunnar, jöfnun launa milli markaða og annrra mikilvægra mála.