8. október 2019
Fundir hjá sáttasemjara
Fulltrúar ríkissáttasemjara funduðu með samninganefndunum í gær eins og fram hefur komið. Þar voru fulltrúar BSRB og samninganefndir ríkis, Reykjavíkurborgar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Rætt var um vinnu- og fundatilhögun næstu daga en ekki var farið í einstök efnisatriði að svo stöddu. Næstu fundir verða boðaðir fljótlega, enda flestir sammála um að mikilvægt sé að skrið komist á viðræðurnar.