17. október 2019
Sameyki og Reykjavíkurborg funda hjá sátta
Það hefur verið stíft fundað í vikunni þó enn sjáist hvergi í land. Varðandi samningaviðræður Sameykis við Reykjavíkurborg er það helst að frétta að viðræðunefnd Sameykis gagnvart Reykjavíkurborg fundaði með samninganefnd Reykjavíkurborgar ásamt Ríkissáttasemjara í morgun 17. október. Þar voru afhent gögn til sáttasemjara um gang viðræðna áður en deilunni var vísað til embættisins, farið var lauslega yfir gang viðræðna fram að þessu og skipulagt framhald viðræðna. Næsti fundur hefur verið boðaður næstkomandi þriðjudag en þá verður farið nánar yfir kröfur aðila.