17. október 2019
Ríkissáttasemjari fundar með Sameyki og ríki
![Ríkissáttasemjari fundar með Sameyki og ríki - mynd](/library/Myndir/Frettamyndir/2019/Untitled-2_edited-1.jpg?proc=frontPage)
Samninganefndir Sameykis og ríkisins funduðu öðru sinni undir verkstjórn sáttasemjara í gær 16. október. Á fundinum kynntu báðir aðilar kröfur sínar og áherslumál og eftir þó nokkrar umræður var ákveðið að skipta verkefnunum niður á þrjá smærri vinnuhópa sem skipaðir eru fulltrúum beggja samningsaðila. Hóparnir fá það verkefni að skoða nánar launatöflur og stofnanasamninga, aldurstengda áherslu í orlofsmálum og félasgaðild tímavinnufólks. Hóparinir munu gera grein fyrir vinnu sinni næstkomandi fimmtudag (24. okt.)